Á döfinni

17. júní 2010

Við höfum verið beðin um að stilla upp bílunum okkar í bæjargarðinum eftir hádegið og til kl. 17.00

Ekki hefur verið farið fram á akstur um bæinn en ef okkur langar og veðrið verður hagstætt þá gerum við það bara.

Ég sendi ykkur nánar um þetta á SMS þegar nær dregur.

25., 26. og 27. júní verður Fornbílaklúbburinn með árlegt landsmót á Selfossi. Þeir koma á föstudeginum flestir og verður aðal dagskráin þeirra á laugardeginum.  Þeirra dagskrá verður óvenju vegleg þetta árið og veit ég að vandað hefur verið mjög til alls undirbúnings þessarar fjölskylduskemmtunar.  

BKS verður svo með dagskrá í Hrísmýrinni á sunnudeginum.  Þar verður haldin mótorkrosskeppni, driftkeppni, drulluspyrna, torfærusýning, mótorhjólasýning, jeppasýning, fornbílasýning, kassabílafegurðarsamkeppni, og vonandi sitthvað fleira.  Við komum til með að auglýsa okkar dagskrá á túninu á landsmóti Fornbílaklúbbsins á laugardeginum með því að stilla upp tækjum og tólum og stillum upp auglýsingum á tækin með dagskrá sunnudagsins. Hver hópur þarf að ákveða hvaða tvö tæki verða notuð í uppstillinguna, 2 krossarar, 2 torfærugrindur og.s.fr. 

Síminn hjá mér er 894-2380 og hjá Önnu formanni 894-2522 (hún kemur heim frá Danmörku seinnipartinn á föstudag 18.06.) vinsamlegast hringið ekki í hana fyrr en eftir það.

Kveðja

Skrifarinn   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband