Drög að lögum Fornbílaklúbbs Suðurlands.

1. grein
Félagið heitir Fornbílaklúbbur Suðurlands. Heimili þess og varnarþing er á Selfossi.
2. grein
Tilgangur klúbbsins er:

1. Að efla samheldni og kynni með eigendum og áhugamönnum gamalla bíla og annarra vélknúinna tækja.
2. Að gæta hagsmuna eigenda gamalla ökutækja og vera í forsvari fyrir þá.
3. Að efla áhuga á gömlum tækjum, minjagildi þeirra og sögu og stuðla að varðveislu þeirra með útvegun geymsluhúsnæðis og skráningu.
3. grein
Allir áhugamenn um gömul vélknúinn tæki geta orðið félagsmenn.
4. grein
Stjórn kúbbsins skipa 5 félagsmenn sem kjörnir eru á aðalfundi. Að auki skal kjósa 2 skoðunarmenn reikninga á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Formaður boðar til stjórnarfunda eins oft og furfa þykir.
Firmaritun klúbbsins annast stjórn hans.
5. grein Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum klúbbsins og skal hann boðaður með minnst 7 daga fyrirvara, skriflega eða með smáskilaboðum fyrir lok mars ár hvert. Stjórn undirbýr og boðar til aðalfundar.
6. grein
Árgjald er ákveðið á aðalfundi.
7. grein
Lög þessi taka gildi þegar þau hafa verið samþykkt á aðalfundi klúbbsins.
Jafnframt falla úr gildi eldri lög félagsins.
-----------------------------------------------------------------
Athugið þessi drög eru unnin upp úr gömlu- og núverandi lögum Bifreiðakúbbs Suðurlands af stjórn klúbbsins. Endilega lesið yfir og mæta svo á aðalfundinn 22. mars nk.

Bestu kveðjur ritari :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband