Takk fyrir komuna félagar úr Fornbílaklúbbi Íslands. Takk fyrir komuna félagar úr Bifreiðaklúbbi Suðurlands. Takk fyrir frábæra skemmtun Sverrir Andrésson. Þetta var mikið kvöld þar sem yfir 100 manns mættu og horfðu saman á nýju myndina um bílaeign og feril Sverris bílasala.
Jóhannes ferðafrömuður okkar sunnanmanna kynnti fyrirætlan sína, að fornbílamenn komi saman í Vestmannaeyjum sjómannadagshelgina. Stór áform og gaman verður að sjá hvort áhugi verður að fjölmenna til Eyja.
Við birtum meira um helstu dagskrárliði sumarsins þegar hin stórhuga ferðanefnd skilar áætlun sinni í hús.
Næsti félagsfundur verður haldinn föstudaginn 3. apríl klukkan 20.30.
Skrifarinn
Flokkur: Bílar og akstur | 17.3.2009 | 22:43 | Facebook
Athugasemdir
Nú þarf maður að fara að skrá sig í Fornbílaklúbbinn,en engan fornbílinn á ég svo ég veit ekki hvort að það sé hægt að ganga þá í klúbbin.Mikið hefði verið gaman að sjá þessa mynd enda er maður forfallinn bílaáhugamaður,þá sérstaklega þá bíla í eldri kantinum.
Númi (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.