Aðalfundur 2009

Aðalfundurinn árið 2009 var haldinn í Gónhól á Eyrabakka föstudagskvöldið 13. febrúar. Árni Valdimarsson var fundarstjóri og stýrði fundinum eins og hann væri að stýra Bjúkkanum á sólríkum sumardegi, svo létt leysti hann það verkefni. Anna formaður las upp annál síðasta árs með skemmtilegheitum og skörungsskap að hætti hússins. Vignir ritari gerði grein fyrir ársreikningum félagsins í fjarveru Erlings gjaldkera en honum varð mál að fara á þorrablót. Stjórnin var kosin einróma til áframhaldandi setu og þökkum við auðmjúk það traust sem okkur er sýnt í hvívetna. Ferðanefnd var var ákveðin með sjálfsframboðum og buðu sig fram til starfans þeir Jóhannes á Hvíta Hestinum, Egill á hinum Hvíta Hestinum og Júlíus á Langa Blakki. Kosið var um eina tillögu að lagabreytingu sem hljóðaði upp á takmörkun á lengd til stjórnarsetu. Var sú tillaga felld einróma eftir gagnlegar og skýrmæltar umræður.

Í stórum dráttum fór þetta svona fram.

Skrifarinn.    


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband