Gleðilegt nýár.

Stjórnarfundur var haldinn að kvöldi 11. janúar og var ákveðið að boða til aðalfundar fimmtudagskvöldið 12. febrúar. Efni fundarins sem, verður boðað til bréflega, með fyrirvara samkvæmt lögum félagsins, verður eitthvað á þessa leið.

  1. Kosning fundarstjóra.
  2. Skýrsla stjórnar.
  3. Ársreikningur lagður fram til samþykktar.
  4. Kosning stjórnar.
  5. Kosning ferða og skemmtinefndar.
  6. Lagabreytingar. Hugmyndin er að athuga hvaða lög gilda um lengd stjórnarsetu. 
  7. Önnur mál. 

Við höfðum samband við Fornbílaklúbbinn, buðum þeim í heimsókn í byrjun Mars og var vel takið í erindið. Hugmyndin er að taka á móti þeim í Gónhól á Eyrabakka og sýna þeim kvikmynd Gunnars Sigurgeirssonar og Sverris Andréssonar sem er orðin til í fullri lengd. Að sjálfsögðu verðum við með heitt á könnunni og mætum öll til að taka á móti bræðrum okkar úr borg óttans.

Kveðja, skrifarinn.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband