Jólafundurinn

verður haldinn á Sótastöðum föstudaginn 19. des. klukkan 20 hvar klúbbmeðlimir munu saman koma og glöggva sig á ástandinu sem ríkir í þjóðfélagi voru. Einnig ætla eftirfarandi meðlimir að vera með uppákomur. 

Gunni Þórmunds ætlar að kenna okkur að búa til músastiga úr krep-pappír.

Einar El sýnir okkur hvernig búa má til jólaskreytingar úr drenrörum á einfaldan hátt.

Steini Smur leiðbeinir í skreytingu piparkökuhúsa með koppafeiti.

Emil og Gulli koma með póstkassa fyrir þá sem ekki eru búnir að fara með jólkortin.

Anna formaður mætir í kynæsandi jólasveinabúningi.

Þuríður formaður mætir ekki.

Nonni Dodda kennir okkur að tengja eins og pabbi Doddi kenndi honum.

Sjáumst í jólaskapi.  Ritarinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna S. Árnadóttir

Ja...hérna eins gott að versla sér búninginn..ekki er ég hissa að þú sért búinn að fá pokann þinn og farin að ganga stefnulaust á öðru kertinu

en þú ert samt ágætur í ákveðnu ljósi

formaðurinn sem felldi ríkistjórnina í thailandi

Anna S. Árnadóttir, 3.12.2008 kl. 07:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband