Kæru félagar og bílaáhugafólk.
Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands er nú um helgina á Selfossi. Mæting við Set á föstudagskvöldið kl. 20:00 og tekið á móti félögunum úr Rvík, hópakstur í lögreglufylgd kl. 20:30 ekið um Selfoss og endað á mótssvæðinu.
Heiðursfélaginn okkar hann Sverrir Andrésson setur mótið kl. 21:15
Á laugardeginum er bílasýning frá kl. 13:00-18:00 mætum með bílana á milli 11:00 - 12:45
Á sunnudaginn er dagskráin á vegum BKS og verður haldinn við Hrísmýri (Hvíta húsið og N1)
Byrjar kl. 13:00 með kassabílakeppni, sjá auglýsingu í Dagskránni í dag fimmtudag.
Mætum tímanlega og hjálpum til við að gera helgina sem besta og þá sérstaklega á sunnudeginum.
Skemmtum okkur saman um helgina.
Kveðja ritari Anna St.
Flokkur: Bílar og akstur | 23.6.2011 | 22:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.