Ég vil taka undir með okkar háttvirta skrifara að þið drífið ukkur á aðalfundinn og auðvitað helst á blótið líka.
Þarna verða kosningar og þið hafið tækifæri á að komast í stjórn þessa ágæta félags, starfa í ýmsum nefndum og ráðum og fleira skemmtilegt.
Allar nýjar tillögur vel þegnar og gjafir ásamt peningaáheitum þó sérstaklega enda stefnir klúbburinn að því að stofna sérstakan lífeyrissjóð fyrir okkur bifreiðaáhugafólk þar sem eftirlaun yrðu ekki sett í vogunarsjóði heldur aðeins fjárfest í eðaldrossíum.
Við eigum nú marga vini á fésbókinni og vonum að þið gangið í hópinn og setjið inn bílamyndir og fleira fallegt
með bifreiðakveðju
formanden
Flokkur: Bílar og akstur | 4.2.2010 | 20:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.