Skráningu á þorrablótið er lokið og skráðu sig fjörtíu manns í þessa stórkostlegu veislu sem framundan er eftir vonandi vel heppnaðan aðalfund. Efir sem áður hvet ég menn og konur til að koma á aðalfundinn þó að ekki sé áhugi fyrir þorrablótinu. Ég hef séns hjá Ole Olesen að láta vita af fjöldanum sem ætlar að borða til 6. feb. þannig að ef einhvern langar en getur ekki ákveðið sig strax þá er séns að smygla inn þangað til. Athugið að það er verið að skipuleggja skemmtiatriði og Jói sá sem sagður er meira töff en aðrir menn sem troða íslenska grundu dags daglega, ætlar að sjá um að spila dansmúsik fram eftir kvöldi fyrir þá sem taka tjútt og djæfskóna með sér. Ég finn strax fiðringinn. En þú?
Venlig hilsen
Skriveren
Flokkur: Bílar og akstur | 1.2.2010 | 20:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.