1 maí. Keyrsla á eðalvögnum sunnudaginn 1 maí, á eftir skrúðgöngunni.
Síðan stillum við bílunum upp, eftir að fá nákvæma tímasetningu en mjög líklega fyrir hádegi.
12-15 maí. Vor í Árborg.
14 maí. Skoðunardagur í Reykjavík. Förum saman í hópakstri í skoðun, síðan verður síðdegisrúntur á Selfossi eftir það.
5-7 júní. Hafnardagar og sjómannadagur í Þorlákshöfn. Einnig 60 ára afmæli Þorlákshafnar.
17 júní. Hefðbundið, farinn rúntur um bæinn og bílunum stillt upp.
24-26 júní. Landsmót Fornbíla. 26 júní. BKS með Delludaga.
Gleðilegt bílasumar. kveðja ritari.
Bílar og akstur | 22.4.2011 | 10:49 (breytt kl. 10:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rabbfundur á Sótastöðum fimmtudagskvöldið 7. apríl nk. kl. 20:00
Skipuleggja sumarið meðal annars. Popp, kók og límmiðar á góðum prís.
Mætum fersk og höfum gaman saman.
kv. Ritari A St.
Bílar og akstur | 6.4.2011 | 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Myndakvöld að hætti Gogga á Gónhól Eyrarbakka, fimmtudagskvöldið 3. mars kl. 20:00.
Popp og kók með röri selt á staðnum. Allur ágóði rennur í Þorrablótssjóðinn :)
Límmiðar BKS verða á sérstöku tilboði....þetta eina kvöld!
Kynntar nýjar hugmyndir varðandi almanök, póstkort, krúsir og fleira skemmtilegt.
Mætum vel og styrkjum félagsandann.
Kveðja Anna St. ritari.
Bílar og akstur | 27.2.2011 | 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningar lagðir fram
- Skýrsla ferðanefndar
- Kosning stjórnar
- Kosning ferðanefndar
- Önnur mál
Bílar og akstur | 6.2.2011 | 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðalfundur og þorrablót BKS verður haldið föstudagskvöldið 11. febrúar í sal gamla sjúkrahússins Austurvegi 28 á Selfossi. Aðalfundurinn hefst kl. 18.00 og matur að loknum fundi um kl. 20.00 Verði verður stillt í hóf eins og venjulega og miðaverð fyrir félagsmenn er 2000 kr og sama fyrir maka. Verð fyrir utanfélagsmenn verður 4000 kr. Erling tekur við miðapöntunum í síma 862-9064
Dagskrá aðalfundar verður auglýst síðar.
Stjórnin.
Bílar og akstur | 26.1.2011 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hin árvissa og ómissandi, skemmtilega og spennandi, dularfulla og seiðandi og síðast en ekki síst mannbætandi jólaskemmtun BKS með pakkauppboði, snakki, ídýfum, öli, áfengi, dansi, spjalli, hlátrasköllum, og annari félagslegri hegðun verður haldin í Gónhól á Eyrarbakka 17. des og hefst kl. 21.00
Mæting á Sótastöðum kl. 20.30 fyrir rútufarþega. Rútan góða fer frá Sótastöðum kl. 20.45 og kostar farið fram og til baka kr. 500
Allir eru hvattir til að koma með einn pakka og verður hann að vera innpakkaður.
Greiðsla á uppboðsmunum með seðlum við hamarshögg annars verða þeir boðnir upp aftur með tilheyrandi blygðun fyrir fyrri hæstbjóðanda.
Fólk má gjarnan hafa með sér poka en einnig verður hægt að versla vínföng á staðnum.
Skráning hjá skrifaranum í síma 894-2380
Bílar og akstur | 8.12.2010 | 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það nýjasta í rútuferðinni er að við verðum leidd inn í það allra heilagasta á hervellinum á Víkurheiði. Þetta þýðir að við sem ætlum að fara verðum að hringja í ritarann í síma 894-2380 og lesa í hann kennitölu og ökuskírteinisnúmer sem verður notað til að búa til aðgangspassa handa okkur. Síðast en ekki síst verðum við að taka ökuskírteinið með okkur í ferðina til að sanna hver við erum. Þetta þarf að gerast fyrir annað kvöld (miðvikudagskvöld 6. okt.)
Takk fyrir
Skrifarinn
Bílar og akstur | 5.10.2010 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Haustrútuferð BKS verður farin laugardaginn 9. október
Dagsráin er eftirfarandi
Kl. 10.30 Mæting á Sótastöðum
Kl. 11.00 Brottför frá Selfossi
Kl. 12.00 Skoðað nýtt hús FBÍ
Kl. 14.00-15.00 Skoðunarferð um varnarliðssvæðið á Keflavíkurflugvelli undir leiðsögn kunnugs manns
Kl. 17.00-18.00 Vitinn og safnið á Garðskaga skoðað undir leiðsögn. (ef tími verður til)
Kl. 19.00-20.00 Snæddur kvöldverður í Duushúsi. Á boðstólum verður súpa, pottréttur og kaffi á eftir.
kl. 21.00-22.00 Brottför frá Reykjanesbæ
Verð fyrir rútu er kr. 2500 sem leggst inn á reikning Önnu gömlu hans Gulla við skráningu. Kvöldverður kostar kr. 2600 og greiðist hann á staðnum.
Skráning er í síma 894-2380 Vignir eða 694-5025 Anna gamla hans Gulla.
Greiðsla leggist inn á 325-26-4429 kt. 051062-4429
Síðasti skráningardagur er fimmtudaginn 7. okt
Og nú fyllum við þá gömlu.
Bílar og akstur | 1.10.2010 | 20:18 (breytt kl. 20:58) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Delludagar
á Selfossi 25. 26. og 27. júní 2010
Landsmót FBÍ frá föstudegi til sunnudags.
Dagskrá Delludaga sunnudag við Hrísmýri
Kl. 00.00 Delludagar settir í Hvíta Húsinu á miðnætti. Myndasýningar og ball með hinum ómissandi Pöpum
Kl. 13.00 Reykspól með frálsri aðferð
Freestyle burn-out
Skráning hjá Hafsteini í síma 891-8891
Kl. 13.30 Teygjurampur
Jeppamenn reyna á sveiganleika og fjöðrun
Kl. 14.00 Kassabílakeppni
Skráning hjá Önnu í síma 694-5025
Glæsilegasti og besti kassabíllinn valinn.
Kl. 15.00 Drulluspyrna
Torfærujeppar og allir sem þora demba sér í drullupyttinn
Frá kl. 13.00
Mótorhjólasýning
Postularnir verða að sjálfsögðu með flotann á staðnum
Jeppasýning
Ferðaklúbburinn 4x4 suðurlandsdeild stilla upp tröllunum
Bílasýning
Bílar og akstur | 22.6.2010 | 22:10 (breytt kl. 22:22) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17. júní 2010
Við höfum verið beðin um að stilla upp bílunum okkar í bæjargarðinum eftir hádegið og til kl. 17.00
Ekki hefur verið farið fram á akstur um bæinn en ef okkur langar og veðrið verður hagstætt þá gerum við það bara.
Ég sendi ykkur nánar um þetta á SMS þegar nær dregur.
25., 26. og 27. júní verður Fornbílaklúbburinn með árlegt landsmót á Selfossi. Þeir koma á föstudeginum flestir og verður aðal dagskráin þeirra á laugardeginum. Þeirra dagskrá verður óvenju vegleg þetta árið og veit ég að vandað hefur verið mjög til alls undirbúnings þessarar fjölskylduskemmtunar.
BKS verður svo með dagskrá í Hrísmýrinni á sunnudeginum. Þar verður haldin mótorkrosskeppni, driftkeppni, drulluspyrna, torfærusýning, mótorhjólasýning, jeppasýning, fornbílasýning, kassabílafegurðarsamkeppni, og vonandi sitthvað fleira. Við komum til með að auglýsa okkar dagskrá á túninu á landsmóti Fornbílaklúbbsins á laugardeginum með því að stilla upp tækjum og tólum og stillum upp auglýsingum á tækin með dagskrá sunnudagsins. Hver hópur þarf að ákveða hvaða tvö tæki verða notuð í uppstillinguna, 2 krossarar, 2 torfærugrindur og.s.fr.
Síminn hjá mér er 894-2380 og hjá Önnu formanni 894-2522 (hún kemur heim frá Danmörku seinnipartinn á föstudag 18.06.) vinsamlegast hringið ekki í hana fyrr en eftir það.
Kveðja
Skrifarinn
Bílar og akstur | 12.6.2010 | 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)