Haustferð BKS

Kæru bílafélagar nú er komið að árlegu haustferð BKS (rútuferð) laugardaginn 15 september nk.  Farið verður í Borgarnes og komið við á góðum stöðum.

Nánar auglýst síðar, kveðja Ritari A......


Sunnlenski Sveitadagurinn

kæru Bílaklubbsfélagar á morgun laugardag er Sunnlenski Sveitadagurinn að því tilefni eru þeir sem hafa tök á beðnir um að koma með bílana sína milli kl 10-11 til að stilla þeim upp.eigið góðan dag og vonandi koma sem flestir

kv Stjórninn

 


1 Maí

kæru stútungar og Bílaklúbbsfélagar á morgun er mæting kl 10:45 að Austurvegi 56 sunnan við húsið

allavega verða bílarnir að vera uppstiltir fyrir kl 11:00  

mætum sem flest og höfum gaman saman á Verkalýðsdeginum 

Kær Kveðja 

Stjórnin 


Afmælishátíð og fl

Sæl öll á síðasta fundi og fyrsta fundi nýrrar stjórnar var rætt um afmælishátíðina og var ákveðið að hafa hana föstudaginn 18 Maí. Kæru bílafélagar tökum daginn frá mætum með bros á vör og skemmtum okkur vel. Nánari dagskrá auglýst síðar. vil minna á að það er almennur félagsfundur fimmtudaginn 12 apríl í Ásheimum kl 20:00

kveðja ritari


Drög að lögum Fornbílaklúbbs Suðurlands.

1. grein
Félagið heitir Fornbílaklúbbur Suðurlands. Heimili þess og varnarþing er á Selfossi.
2. grein
Tilgangur klúbbsins er:

1. Að efla samheldni og kynni með eigendum og áhugamönnum gamalla bíla og annarra vélknúinna tækja.
2. Að gæta hagsmuna eigenda gamalla ökutækja og vera í forsvari fyrir þá.
3. Að efla áhuga á gömlum tækjum, minjagildi þeirra og sögu og stuðla að varðveislu þeirra með útvegun geymsluhúsnæðis og skráningu.
3. grein
Allir áhugamenn um gömul vélknúinn tæki geta orðið félagsmenn.
4. grein
Stjórn kúbbsins skipa 5 félagsmenn sem kjörnir eru á aðalfundi. Að auki skal kjósa 2 skoðunarmenn reikninga á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnin skiptir með sér verkum. Formaður boðar til stjórnarfunda eins oft og furfa þykir.
Firmaritun klúbbsins annast stjórn hans.
5. grein Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum klúbbsins og skal hann boðaður með minnst 7 daga fyrirvara, skriflega eða með smáskilaboðum fyrir lok mars ár hvert. Stjórn undirbýr og boðar til aðalfundar.
6. grein
Árgjald er ákveðið á aðalfundi.
7. grein
Lög þessi taka gildi þegar þau hafa verið samþykkt á aðalfundi klúbbsins.
Jafnframt falla úr gildi eldri lög félagsins.
-----------------------------------------------------------------
Athugið þessi drög eru unnin upp úr gömlu- og núverandi lögum Bifreiðakúbbs Suðurlands af stjórn klúbbsins. Endilega lesið yfir og mæta svo á aðalfundinn 22. mars nk.

Bestu kveðjur ritari :)


Aðalfundur BKS í Ásheimum við Austurveg kl. 20:00

Ágæti félagi.
Þann 22. mars kl. 20:00 verður aðalfundur BKS haldinn í Ásheimum við Austuveg. Að þessu sinni munum við aðeins halda fund en fresta sameiginlegu borðhaldi og skemmtidagskrá þar til á 10 ára afmæli félagsins í maí nk.

Dagskrá aðalfundar verður eftirfarandi:

1. Formaður setur fund og skipar fundarstjóra
2. Skýrsla stjórnar. Anna S. Árnadóttir formaður
3. Ársreikningar. Erling Gunnlaugsson féhirðir
4. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
5. Lagabreytingar
6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna
7. Ákvörðun um félagsgjöld árið 2012
8. Inntaka nýrra félaga
9. Önnur mál

Mætum vel og tökum með okkur áhugasama gesti sem óska inngöngu í klúbbinn.
Stjórnin.


Aðalfundur 22 mars nk.

Bílafélagar athugið.

Vegna veikinda formanns meðal annars verður aðalfundi og árshátíð Bifreiðaklúbbs Suðurlands frestað.

Aðalfundur verður haldinn 22 mars nk. venjuleg aðalfundastörf.

Árshátíð og 10 ára afmæli BKS verður væntanlega í maí.

Nánar auglýst síðar.

Með kveðju ritari :)


Litlu jólin og pakkauppboð.

Hó hó hó !

Litlu jólin Bifreiðaklúbbs Suðurlands verður haldin á Sótastöðum föstudagskvöld 16 desember, mæting kl. 21:00

Í boði verður smá brjóstbirta, snakk, ídýfur og fleira.

Árlega pakkauppboð jólasveinanna er að sjálfsögðu fastur liður.
Greiðsla við hamarshögg.

Munið eftir að koma með pakka og drykkjarföng.

Gefum okkur stund saman og mætum öll með góða skapið.

Jólakveðja ritari


Litlu jól BKS

Góðan daginn félagar.

Af óviðráðanlegum orsökum frestum við litlu jólunum og pakkauppboðinu til föstudaginn 16 desember nk.

Nánar auglýst síðar með staðsetningu og tíma.
Nú er tími til að pakka inn góðum gjöfum og mætum sem flest eftir rúma viku.

Með jólakveðju ritari.


Félagsfundur 2 desember.

Bílafélagar fundur föstudagskvöld 2 desember kl. 20:00 í Ásheimum, Austurvegi 36.

Frú Anna formaður mætir á svæðið hress og kát að vanda Smile 

Sjáumst á morgun, kveðja ritari.  Wink


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband